Auglýsing

Verk­falls­boðun var samþykkt með yf­ir­gnæf­andi meiri­hluta at­kvæða

At­kvæðagreiðslu um verk­falls­boðun fé­lags­manna Efl­ing­ar hjá Kópa­vogi, Seltjarn­ar­nes­bæ og fleiri sveit­ar­fé­lög­um er nú lokið. Í tilkynningu frá Eflingu segir að verk­falls­boðun hafi verið samþykkt með yf­ir­gnæf­andi meiri­hluta at­kvæða. Þetta kemur fram á vef mbl.is

Hefst verk­fall á há­degi þriðju­dag­inn 5. maí og eru sveit­ar­fé­lög­in sem um ræðir Seltjarn­ar­nes­bær, Kópa­vogs­bær, Mos­fells­bæ, Hvera­gerðisbæ og Sveit­ar­fé­lagið Ölfus.

Samn­inga­nefnd frestaði verk­fallsaðgerðum meðan kórónu­veirufar­ald­ur­inn stóð sem hæst en tók það fram að það yrði atkvæðagreiðsla um framhald verkfalls að nýju eftir páska.

„Þetta eru magnaðar niður­stöður. Þær sýna ótrú­legt hug­rekki, bar­áttu­vilja og sam­stöðu okk­ar fólks. Lág­launa­fólk ætl­ar að fá viður­kenn­ingu á því að sam­fé­lagið kemst ekki af án þeirra. Veirufar­ald­ur eða ekki – Efl­ing­ar­fólk læt­ur ekki kúga sig til hlýðni,“ seg­ir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formaður Efl­ing­ar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing