Verslun IKEA í Kauptúni verður opnuð að nýju í dag en verslunin hefur verið lokuð síðan 23. mars.
Miklar ráðstafanir hafa verið gerðar til að tryggja öryggi viðskiptavina og starfsmanna og uppfylla sóttvarnareglur. Versluninni hefur til að mynda verið skipt upp í svæði og mega einungis 50 manns vera á hverju svæði. Starfsmenn fylgjast með hverju svæði, segir Stefáns Rúnars Dagssonar, framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi í samtali við Mbl
Til að byrja með verður veitingastaður IKEA lokaður en bakaríið á efri hæðinni og bistro, pylsu- og íssalan á neðri hæð opin.