Auglýsing

10 mest lesnu færslur ársins á Nútímanum – Miðaldra fólk, áhrifavaldar og Icelandair baguette

Árið 2018 var heldur betur viðburðarríkt hér á Nútímanum. Hér að neðan tökum við saman mest lesnu fréttir ársins. Þær eru ansi fjölbreyttar en nú þegar árið er að klárast er ekki úr vegi að rifja upp þær fréttir sem voru á allra vörum á árinu sem er að líða. 

10.Góðhjartaður huldumaður lýsir eftir dreng á hjóli sem datt og braut gítarinn sinn: „Vil borga viðgerð á gítarnum“

Árið 2018 byrjaði á fallegu góðverki sem vakti mikla athygli. Tónlistaráhugamaður sem vildi ekki láta nafns síns getið hafði samband við Nútímann í janúar og auglýsti eftir dreng sem datt á hjóli og braut gítarinn sinn.

9.Eyþór Arnalds óboðinn í jarðarför og á hátíð eldri kvenna í stórkostlegu gríni í útvarpsþætti Jóns Gnarr

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, vísaði Eyþóri Arnalds af fundi borgarstjórnar með þingmönnum Reykjavíkur í febrúar. Jón Gnarr grínaðist í kjölfarið.

8.Guðrún Veiga borðaði pizzu á hverjum degi í mánuð: „Gulli Helga stóð ekki við sitt markmið og Þorgerður Katrín var tognuð“

Snapparinn Guðrún Veiga (gveiga85) borðaði pizzu á hverjum einasta degi í Meistaramánuði Íslandsbanka.

7.Icelandair hætt að bjóða upp á baguette með skinku og osti: „Eina sem ég borðaði í flugi með þeim“

Vandræði flugfélaganna hófust stuttu eftir þessar fréttir.

6. Bjóða þeim sem eru einir á jólum í mat á aðfangadagskvöld: „Ætlun okkar er að bjóða upp á fallega hátíðarstund“

Tómas Hilmar Ragnarz og Bergleif Joensen, eigendur veitingastaðarins Orange Café EspressoBar í Ármúla, buðu þeim sem voru einir um jólin í mat á aðfangadagskvöld.

5. Egill hjólar í virtan næringarfræðing „Ef ég ætlaði að drepa einhvern myndi ég setja hann á þetta mataræði“

Útvarpsmanninum og einkaþjálfaranum Agli Einarssyni blöskraði fyrirlestur næringafræðings.

4.Átta æðislegir hlutir frá því gamla daga sem við söknum en samt ekki: Taka spólu og bland í poka

Nútíminn tók saman lista yfir hluti úr fortíðinni..sem við söknum…kannski.

3.Miðaldra fólk á Twitter í áfalli eftir að krakkarnir í Gettu betur þekktu ekki Metallica

Stærsti skandall ársins.

2. Hversu frægir eru áhrifavaldar Íslands? Þekkir þú þau öll? Taktu prófið!

2018, ár áhrifavaldanna

1.14 hlutir sem benda til þess að þú sért miðaldra án þess að átta þig á því

Nútíminn tók saman 14 atriði sem benda til þess að þú sért miðaldra án þess að átta þig á því.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing