Eins og venjan er hér á Nútímanum þá gerum við upp vikuna með hjálp fyndnustu tístanna á Twitter. Þau eiga sameiginlegt að vera fjandi góð og að hafa fengið glimrandi undirtektir.
Gjörið svo vel!
Sigmundur Davíð hætti í Framsóknarflokknum, stofnaði nýjan flokk, mældist stærri en Framsókn og mældist svo minni en Framsókn. Allt á tveimur dögum!
Hæ, ég heiti Krummi og ég hugsa um Sigmund Davíð allan sólarhringinn.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) September 28, 2017
Samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunnar fær SDG rúm 4%. Færi því ekki á þing en fengi samt pening frá ríkinu. Sem sagt engin breyting.
— Stefán Óli Jónsson (@St_Oli) September 30, 2017
Twitter hóf tilraunir með tvöfalt lengri tíst en íslenska Twitter-samfélaginu líst ekkert á blikuna
280 stafir er alltof mikið fyrir fólk með fletcher
— Kristján (49) (@fletcherdisease) September 29, 2017
Arna Ýr var krýnd Miss Universe Iceland í vikunni en á Twitter var málið krufið til mergjar
Hahaha pældu í því að vinna verðlaun fyrir að vera sæt, af hverju fær maður ekki verðlaun fyrir að drekka 200 slots á 5 dögum?
— Hrafnhildur Agnarsdóttir (@Hreffie) September 29, 2017
Jói P og Króli héldu útgáfutónleika í Gamla bíói á laugardagskvöld og það eru bókstaflega allir að tala um þá
„Eru þeir með band með sér; Jói, Króli og Pjé?“
-Högni Egilsson, 2017— Steinþór Helgi (@StationHelgi) September 30, 2017
Umræðan um innflytjendur heldur áfram. Hér er bent á kostina
Kostir innflytjenda eru margir. Hér er eitt dæmi: innflytjendur sem keyra strætó hlusta ekki á útvarp sögu.
— Theodór Ingi (@TeddiLeBig) September 29, 2017
Í ljós kom að formaður Samfylkingarinnar sat nakinn fyrir á yngri árum. Eins og það sé eitthvað annað en geggjað
Mér þykir Logi í Samfylkingunni mjög sjarmerandi og ég dýrka að hann hafi setið fyrir nakinn í myndlistarskóla. Fullt hús stiga ?
— Saga Garðarsdóttir (@harmsaga) September 28, 2017
Fólk fór í leikhús og tók því misjafnlega
Svo mikill munur að fara i leikhús þritugsaldri. Maður er alveg vá flott sýning en ég hef séð ykkur öll á djamminu and i know some stuff bby
— lady goodtimes ? (@asdismv) September 29, 2017
Hey þú, sem varst ađ trođa í tig appalólakkrís í leikhúsi i gær, og skrjàfiđ í pokanum ómađi um salinn, deyđu! DEYĐU
— Sveppi (@Sveppi2) September 29, 2017
Ekki kvarta í Berglindi ef þið fáið ykkur hund og þetta gerist
alls ekki fá ykkur hund pic.twitter.com/xlSvnqlSGu
— Berglind Festival (@ergblind) September 30, 2017
????????????
Danskur maður, sem pabbi hitti einu sinni í fótboltaferð árið 1963, er kominn heim til okkar og ætlar að gista hér næstu fimm nætur
— Kristín Ólafsdóttir (@krolafs) September 28, 2017
Kominn niður í bæ klæddur eins og Hvítvínskonan, mögulega eitt það erfiðasta sem ég hef gert. pic.twitter.com/8YN1bqqyD4
— Hjálmar Örn Jóhannsson (@hjammi) September 29, 2017
Þegar ég var í MH þá hélt strákur í árgangnum mínum partý og rukkaði 250kr inn fyrir snakkið og gosið sem hann keypti.
— Sara Valgeirsdóttir (@saravalgeirsd) September 30, 2017
Er til meiri spenna en sekúndubrotið eftir að þú sparkar tánni í e-ð og bíður eftir niðurstöðu…
— Auðunn Blöndal (@Auddib) September 30, 2017
Við hjónin erum að reyna að ákveða nafn á strákinn okkar. Eina sem hefur komið í ljós í þessari vinnu er að mér er greinilega frekar illa við ótrúlega mikið af fólki.
— Gunnar P. Hauksson (@gunnarph) September 29, 2017
nei ókei nú þarf einhver að stoppa Sólrúnu Diego pic.twitter.com/o9KoKi052M
— Olé! (@olitje) September 29, 2017
????
Til konunnar sem var að líma á sig óléttubumbu inni á klósetti í Kringlunni: þú virkar eins og spennandi karakter og ég held með þér!
— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) September 29, 2017