Fjölmiðlar birta reglulega fréttir af nöfnum hljóta náð fyrir augum nefndar sem kallast mannanafnanefnd. Hún ákveður sem sagt hvað börn mega heita á Íslandi.
Sjá einnig: Vilja leggja niður mannanafnanefnd
Á meðal helstu verkefna mannanafnanefndar er að að semja skrá um eiginnöfn og millinöfn sem teljast heimil skv. 5. og 6. gr. laga um mannanöfn og er hún nefnd mannanafnaskrá.
Þá er nefndin prestum, forstöðumönnum skráðra trúfélaga, Þjóðskrá Íslands og forsjármönnum barna til ráðuneytis um nafngjafir og skera úr álita- og ágreiningsefnum um nöfn samkvæmt lögum um mannanöfn.
Loks er hlutverk hennar að skera úr öðrum álita- eða ágreiningsmálum sem upp kunna að koma um nafngjafir, nafnritun og fleira þess háttar.
Sjá einnig: Jón Gnarr lék á mannanafnanefnd
Ekki er hægt að skjóta úrskurðum mannanafnanefndar til æðra stjórnvalds.
Nútíminn tók saman lista yfir nöfn sem fólk má ekki nefna börnin sín, samkvæmt úrskurðum mannanafnanefndar í ár og á síðasta ári: