Auglýsing

66°Norður grefur upp sniðið af húfunni Kötlu og bjargar blaðamanninum Godfrey Hall

Svo virðist sem búið sé að leysa vandamál blaðamannsins Godfrey Hall sem leitaði til Íslendinga í gegnum Velvakanda í Morgunblaðinu í dag. Líkt og kom fram á Nútímanum í morgun týndi Hall svartri húfu af gerðinni Katla frá 66°Norður sem honum þótti afar vænt um. Þar sem hún er ekki lengur framleidd hjá fyrirtækinu bað hann fólk um að leita í skápum og skúffum í von um að hann gæti eignast alveg eins húfu á ný.

Sjá einnig: Godfrey Hall týndi húfunni sinni og biður Íslendinga um nýja: „Skiptir ekki máli hvort hún er ný eða notuð“

Starfsmaður 66°Norður segir í samtali við mbl.is að ekki sé annað í stöðunni en að sérsauma húfu fyrir blaðamanninn og er verkið þegar hafið á saumastofunni. Fyrst þurfti þó að finna sniðið að húfunni.

„Þessi húfa, Katla, hefur ekki verið framleidd hjá okkur í nokkur ár og er ekki lengur til en það er ekki annað hægt en að bjarga Bandaríkjamanninum fyrst hann týndi húfunni og þótti svona vænt um hana,“ segir Fannar Páll Aðalsteinsson hjá 66°Norður í samtali við mbl.is.

Nútíminn hefur reynt að ná sambandi við Hall í dag en án árangurs. Við vitum því ekki hvort hann eigi hugsanlega von á stórri sendingu af notuðum húfum frá Íslendingum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing