Auglýsing

„Síðasta sem ég myndi gera er að leka liðinu“

Aron Einar Gunnarsson, leikmaður Cardiff og fyrirliði íslenska landsliðsins, var í vor ranglega sakaður um að hafa lekið upplýsingum um byrjunarlið Cardiff fyrir leik liðsins á móti Crystal Palace. Aron Einar hefur ekki hugmynd um af hverju nafn hans var dregið inn í málið. Þetta kemur fram í viðtali við Aron á Fótbolti.net.

Crystal Palace fékk á dögunum sekt frá Enska knattspyrnusambandinu þegar upp komst að félagið hafði aflað sér upplýsinga um byrjunarlið Cardiff fyrir fallslag liðanna í vor. Nafn Arons var dregið inn í málið en Ole Gunnar Solskjaer, stjóri Cardiff, studdi Aron frá upphafi.

Aron var rólegur:

Ég var ekki að kippa mér upp við þetta því að ég vissi að ég hafði ekkert á samviskunni. Ég fékk þessar fréttir þegar ég var að spila golf og ég kláraði bara hringinn og slappaði af. Maður veit að lið eru að reyna að komast að því hverjir eru í byrjunarliðinu í hinu liðinu. Það voru leiðindi að mitt nafn var dregið inn í þetta. Það var gerð rannsókn á þessu í lok tímabilsins og það kom ekkert meira úr því. Ég get ekki skýrt af hverju ég var dreginn inn í þetta. Nafnið mitt var dregið inn í eitthvað sms og ég veit ekki af hverju. Þó að ég sé svekktur að vera ekki í liðinu þá er það síðasta sem ég myndi gera að leka liðinu.

Smelltu hér til að lesa viðtalið við Aron Einar á Fótbolti.net.

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Tyrklandi á Laugardalsvelli á morgun í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2016. Það eru ennþá til miðar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing