Tilkynning um að hvítabjörn hefði sést á Melrakkasléttu barst lögreglu síðdegist í gær en leitin að brininum hefur ekki borið árangur. Allir þeir sem staddir voru á svæðinu í gær fengu SMS-skilaboð með fregnunum. Þar á meðal var Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, en hún er stödd í hestaferð í Öxarfirði.
Lögreglan á Norðurlandi eystra birti þessa tilkynningu á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi
Áslaugu Örnu brá heldur betur í brún í gærkvöldi þegar hún fékk SMS-skilaboðin og var þá nýkomin í Öxarfjörð en hún birti skjáskot af skilaboðunum á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi.
Ég var að lenda á upphafsstað hestaferðar sem hefst á morgun og agalega kát með verið. Fyrsta smsið sem ég fæ er að tilkynna um hvort ég sjái ÍSBJÖRN! ? pic.twitter.com/PE7rJhln1B
— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) July 9, 2018
Áslaug virðist vera undirbúin undir flest en hún birti mynd í Instagram Stories af haglabyssu og skrifaði við hana „Ef allt fer á versta veg.“ Hún birti einnig myndband af þyrlu landhelgisgæslunnar sem er við leit að birninum.