Auglýsingaskets sem samfélagsmiðlahópurinn Áttan sendi frá sér í gær í samstarfi við Hamborgarafabrikkuna hefur vakið hörð viðbrögð. Mikil umræða hefur skapast um sketsinn og hefur Áttan til að mynda verið sökuð um rasisma.
Sjá einnig: Vilhelm Neto í áfalli eftir nýjasta skets Áttunnar
Í auglýsingunni er nýr Áttuborgari Hamborgarafabrikkunnar kynntur og honum lýst sem svörtum, hnausþykkum og sveittum með leikrænum tilburðum. Sketsinn hefur nú verið fjarlægður af samfélagsmiðlum Áttunnar.
Hér að neðan má sjá brot úr umræðunni um sketsinn á Twitter
alltaf þegar ég sé nýja gjörsamlega lortaða auglýsingaherferð sem er td geðveikt racist eða sexist eða ehv þannig næs, þá hugga ég mig við það að conceptið þurfti að vera rætt og samþykkt af ógeðslega mörgum og að lokum framkvæmt ??? þá líður mér miklu betur yes sir
— karó (@karoxxxx) August 7, 2018
hvenær ætla þau líka bara að fatta að 90% af áhorfi þeirra kemur frá börnum
— Katrín Agla (@katagla) August 6, 2018
Áttan: "tu getur smakkað attu borgarann á MIÐVIKUDAGINN (08.08.18) eða Blackface borgarann eins og við köllum hann"
— ? Donna ? (@naglalakk) August 6, 2018
EINKUNNASPJALD
Skrif: wat hver myndi eiginlega
Leikur: sársaukafullur
Samfélagslæsi: á svipuðu leveli og The Heffners
Comedy value: ekki til staðar
Sóun á gagnamagni: algjörtSamantekt:
Þið eruð öll REKIN úr skóla lífsins https://t.co/qi7ZA6kVRq— Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir (@HeklaElisabet) August 7, 2018
Ég skil samt ekki eitt með áttu sketchinn. Hvar fengu Fabrikkann þá hugmynd að þetta væri góð auglýsing í ferlinu?
— Tommi Tanölg (@TomasJohannss) August 7, 2018
Fetísering á svörtum karlmönnum er ekki svöl leið til að selja hamborgara.
— Sara Mansour (@litlaljot) August 6, 2018