Auglýsing

Bam Margera snýr aftur, ræður Svein Andra sem lögmann og kærir Gísla Pálma og Tiny

Jackass-meðlimurinn Bam Margera er staddur á landinu. Hann gaf vitnisburð í dag á lögreglustöðinni í Reykjavík vegna líkamsárásar á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í fyrra. Þetta kemur fram á vef DV.

DV greinir frá því að Sveinn Andri Sveinsson sé lögmaður Margera og að hann hafi kært rapparana Gísla Pálma, Tiny og einn mann til víðbótar fyrir árásina.

Ráðist var á Bam Margera í baksviðsaðstöðu Secret Solstice í fyrra. Aðstandendur hátíðarinnar sögðu Margera hafa verið í annarlegu ástandi að áreita starfsfólk hátíðarinnar.

Því hafnaði Margera sem segist hafa verið að leita að athafnamanninum Leon Hill vegna mála úr fortíðinni. Rapparinn Egill Ólafur Thorarensen, betur þekktur sem Egill Tiny, einn af skipuleggjendum Secret Solstice í fyrra, sagði í viðtali í Harmageddon á sínum tíma að Bam Margera hafi verið að leita sér að vandræðum.

Hann sagði að það sem gerist á upptöku sem var sýnd á Vísi hafi verið mjög lítill hluti af því gerðist þetta kvöld og kallar eftir öllu myndbandinu, sem kærasta Margera tók upp og kom í dreifingu.

„Það sem sést er í raun og veru lokasekúndurnar. Atburðarásin er lengri,“ sagði Egill og bætti að Bam og félagar hafi sýnt ógnandi tilburði. „Ég einn byrja að tala við hann, stoppa hann af. Þá er hann að leita að Leon Hill.“

Hann skallar mig. Ýtir mér. Ég kalla eftir gæslu. Hann heldur áfram að ýta mér og hóta mér.

Egill þakkar Gísla Pálma fyrir að koma sér til hjálpar þegar félagar Margera veittust að honum.

„Þannig þetta var bara ég á móti þremur áður en Gísli kom mér til bjargar. Við Gísli vorum ekki að koma neinum stelpum til bjargar heldur að redda okkur. Ég er enginn stuðningsmaður ofbeldis og það er enginn að hreykja sér af þessu. Ofbeldi er aldrei réttlætanlegt.“

Hann sagði að það hafi aldrei verið ásetningur að lenda í átökum við Margera. „Þessi gaur var að leita sér að vandræðum. Ég var búinn að hafa mikla þolinmæði gagnvart þessum gaur,“ sagði hann.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing