Auglýsing

Breytingar boðaðar á Facebook, sex nýjar leiðir til að læka

Í september bárust fréttir af því að Facebook væri að vinna í breytingum á like-takkanum. Talað var um einhvers konar samúðartakka, sem fólk vissi ekki alveg hvernig ætti að líta út. Í dag hafa breytingarnar verið kynntar og sex nýjar leiðir til að læka, með viðeigandi emoji-myndum, bætast við.

Myndirnar má sjá hér fyrir neðan.

Og svona mun þetta líta út á síðunni.

screen-shot-2015-10-07-at-17-26-46

Bráðum verður sem sagt hægt að bregðast við myndum og öðru efni á Facebook með ást, hlátri, fögnuði, undrun, sorg og reiði. Ásamt hinu hefðbundna læki að sjálfsögðu.

Nýju möguleikarnir verða prófaðir á Spáni og Írlandi fyrst um sinn og eftir það verða teknar ákvarðanir um framhaldið, samkvæmt frétt Techcrunch.com.

Svo virðist sem „dislike“-takkinn sem boðaður var á dögunum sé hluti af þessum breytingum, enda getur fólk tjáð fjölbreyttari tilfinningar með þessum nýju möguleikum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing