Eitt eftirminnilegasta útspil síðustu Alþingiskosninga var þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, skreytti köku í myndbandi sem náði ótrúlegri útbreiðslu. Þegar þetta er skrifað er búið að horfa hátt í 200 þúsund sinnum á myndbandið sem sýndi Bjarna leika listir sínar.
„Það sem er skemmtilegast við að gera svona köku er að sjá andlitið á krökkunum,“ sagði Bjarni í myndbandinu sem Sjálfstæðisflokkurinn birti á Facebook. Við munum eftir þessu. Auðvitað munum við eftir þessu
En þetta eru gamlar fréttir. Komum okkur frekar að efninu.
Rapparinn Emmsjé Gauti var í Hollandi á dögunum og kom fram á tónleikum á stuðningsmannasvæði íslenska landsliðsins í fótbolta fyrir fyrsta leikinn gegn Frakklandi á Evrópumótinu í fótbolta.
Þar var Bjarni líka og daginn eftir birti Gauti þetta tíst
Hékk með Bjarna Ben í gær, tók húið áðan og ætla að prófa heróín í kvöld.
— Emmsjé (@emmsjegauti) July 18, 2017
Nema hvað!
Í dag birti Gauti svo þetta tíst hér
Round 2. Vona að dóttir mín fatti að þetta er kisi pic.twitter.com/LE5boI9i4m
— Emmsjé (@emmsjegauti) July 22, 2017
Hann skreytti sem sagt köku. Aðeins fjórum dögum eftir að hann hékk með Bjarna Ben. Þetta getur varla verið tilviljun. Eða hvað?
Í samtali við Nútímann segir Gauti að um algjöra tilviljun sé að ræða. „Mín kaka er nú bara gerð í tilefni tveggja ára afmæli dóttur minnar en kakan hans Bjarna var tilraun til þess að afvegaleiða fólk frá illskunni sem sem mótar stjórnmálaskoðanir hans. Bjarni var nú samt fínn drykkjufélagi, enda voru skoðanir skildar eftir heima þetta kvöld,“ segir Gauti léttur.