Karlmaður með sjúkdóminn sáraristilbólgu kúkaði á sig í vikunni eftir að starfsfólk Krónunnar í Nóatúni neitaði honum aðgang að salerni í húsinu. Karlmaðurinn kallar eftir því að stjórnvöld útbúi sérstök skírteini fyrir þá sem glíma við sambærilega sjúkdóma sem veiti sjúklingum forgang á salerni í landinu. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.
Í samtali við Fréttablaðið segir maðurinn sem vildi ekki láta nafns síns getið að atvikið hafi verið eins niðurlægjandi og það hefði getað orðið. Meðal einkenna sjúkdómsins eru óvæntar og tíðar salernisferðir. „Þegar svona gerist verður maður alveg pínulítill,“
Maðurinn segir að þessi saga sé ekki einsdæmi en fleiri hafi lent í slíkum aðstæðum á almannafæri eða í verslunum. Lítið sé hægt að gera ef umráðamenn salerna gefi ekki leyfi fyrir notkun þeirra.
„Í Bretlandi hefur sú leið verið farin að prenta út skírteini fyrir fólk í þessari aðstöðu. Skírteinið veitir því í raun forgang á salerni og biður umráðamann þeirra, til að mynda í verslunum, vinsamlegast um að hleypa viðkomandi á klósettið. Það ætti ekki að vera mikið mál að framkvæma slíkt hér á landi,“ segir maðurinn við Fréttablaðið.