Útvarpsmaðurinn Frosti Logason er ekki á leiðinni í framboð fyrir Miðflokkinn. Þetta segir hann í samtali við Eyjuna.
Á Eyjunni kemur fram að nafn Frosta hafi komið upp sem mögulegur frambjóðandi flokksins í væntanlegum sveitarstjórnarkosningum. Hann tekur hins vegar af öllu tvímæli og segir engan hafa talað við hann og óskað eftir kröftum hans. „Það hefur enginn komið að máli við mig og ég myndi heldur ekki ansa slíku,“ segir hann á Eyjunni.
Það er enginn áhugi hjá mér um þetta. Né hefur nokkur úr öðrum flokki nálgast mig varðandi framboð.
Frosti staðfestir að hafa einnig heyrt orðróminn sem hefur augljóslega borist víða, þar sem hann segist í frétt Eyjunnar vera nýbúinn að tala við blaðamann Vísis um sama málefni.