Auglýsing

Gleymdu að læsa Bónus á Laugavegi, viðskiptavinir ráfuðu um í leit að starfsfólki

Starfsfólk Bónuss á Laugavegi gleymdi að læsa versluninni á Menningarnótt með þeim afleiðingum að fjöldi fólks ráfaði um ganga verslunarinnar einum og hálfum klukkutíma eftir lokun í von um að geta keypt eitthvað. Þetta kemur fram á mbl.is.

Á mbl.is er haft eftir manni sem var í versluninni að fólk hafi að mestu verið af­slappað og glott eða hlegið. Enginn var að afgreiða og sumir tóku sig til og leituðu að starfsfólki án árangurs.

Axel Sig­urðsson, versl­un­ar­stjóri í Bón­us á Lauga­vegi, kom svo loksins á staðinn og er í frétt mbl.is sakaður um að hafa rekið fólk út með látum og ýtt við viðskiptavini. Sjálfur segist hann hafa verið ákveðinn.

„Það voru um 100 manns inni í búðinni þegar ég kom. Ég reyndi að reka fólkið út og það tók um fimm mín­út­ur,“ seg­ir Axel í samtali við mbl.is.

Sum­um fannst ég vera með læti og leiðindi. Ég var bara ákveðinn.

Axel seg­ist í samtali við mbl.is ekki vita til þess að neinu hafi verið stolið úr versl­un­inni þetta kvöld.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing