Auglýsing

Grænlensku sjómennirnir voru í miðbæ Reykjavíkur á svipuðum tíma og Birna Brjánsdóttir

Grænlensku skipverjarnir tveir, sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um manndráp, voru á svipuðu svæði í miðbæ Reykjavíkur á svipuðum tíma og Birna Brjánsdóttir aðfaranótt laugardags.

Þetta má greina á myndbandsupptökum úr miðbænum. Mennirnir sæta gæsluvarðhaldi næstu tvær vikurnar á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn og stjórnandi rannsóknarinnar á hvarfi Birnu, staðfestir þetta í samtali við mbl.is.

Lögregla skoðar meðal annars myndbandsupptökur frá skemmtistaðnum Húrra þar sem Birna var um nóttina. Grímur vill ekki tjá sig um hvort til mannanna sjáist á þeim upptökum. Hann vill heldur ekki segja hvort mennirnir hafi verið fótgangandi eða á ökutæki í miðbænum, segir einnig í frétt mbl.is.

Sjá einnig: Lögregla óskar eftir myndefni af rauðum Kia Rio frá kl. 7 til 11.30 síðasta laugardag

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu fyrr í dag þar sem ökumenn bifreiða sem búa yfir myndavélabúnaði eru beðnir um að yfirfara myndefnið í þeirri von um að það geti gagnast lögreglu við leit hennar að Birnu.

Aðeins er  átt við myndefni sem tekið var upp laugardagsmorguninn 14. janúar frá kl. 7 – 11.30. Jafnframt er tekið fram að einungis er verið að leita eftir myndefni frá umræddu tímabili sem kann að sýna rauðan smábíl af gerðinni Kia Rio.

Leitað er eftir myndefni frá höfuðborgarsvæðinu og utan þess, raunar frá stórum hluta suðvestanlands, þ.e. á Reykjanesi, Suðurlandi (að Selfossi) og Vesturlandi (upp í Borgarfjörð).

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing