Auglýsing

Guðni Th. kvartar ekki yfir uppátæki Hatara: „Þetta eru ljúfir drengir og kunna að láta á sér bera“

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að hann þurfi blessunarlega ekki að hafa opinbera skoðun á uppátæki Hatara á lokakvöldi Eurovision. Þetta kemur fram á vef mbl.is í dag.

Sjá einnig: Lilja Alfreðs ræðir uppátæki Hatara: „Þeir hafa auðvitað fullt frelsi til að tjá sig“

„Þetta eru ljúfir drengir og kunna að láta á sér bera, það er ekkert yfir því að kvarta,“ bætir hann við. Guðni horfði á upphafið af atriði Hatara í símanum sínum í Kanada en náði ekki að klára atriðið vegna lélegs netsambands þar sem hann var staddur í Manitoba-ríki í Kanada.

Hann segir að Íslendingar geti verið sáttir með tíunda sætið.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing