Auglýsing

Gunnar Nelson fékk Harley Davidson í afmælisgjöf frá forseta UFC og Conor McGregor

Gunnar Nelson fékk Harley Davidson-mótorhjól í afmælisgjöf frá Dana White, forseta UFC bardagasambandsins og bardagakappanum Conor McGregor.

Gunnar birti þessa mynd á Instagram þar sem hann þakkar fyrir sig.

Hann fékk hjólið afhent í gær en Nútíminn sagði fyrst frá gjöfinni í kjölfar síðasta bardaga hans.

Gunnar er staddur í Las Vegas þessa dagana og verður Conor McGregor, æfingarfélaga sínum og einni stærstu stjörnu UFC-bardagasamtakanna, innan handar í nýjustu þáttaröðinni af The Ultimate Fighter, sem er raunveruleikaþáttur þar sem upprennandi bardagamenn freista þess að fá samning hjá UFC.

Sjá einnig: Gunnar Nelson til Las Vegas á ný: Aðstoðar Conor McGregor í sjónvarpsþætti á Fox

Samkvæmt frétt á vef MMA frétta eru Conor McGregor og Urijah Faber þjálfarar í þáttunum sem verða frumsýndir á Fox Sports 1 í september.

Samkvæmt MMA fréttum standa tökurnar yfir í eina til tvær vikur og Gunnar aðstoðar McGregor að þjálfa lið Evrópumanna í þættinum. Bandaríkjamaðurinn Urijah Faber þjálfar lið Bandaríkjanna. Evrópskir og bandarískir bardagamenn berjast svo í þáttaröðinni.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing