Auglýsing

Gylfi auglýsti rúmt tonn af íslenskri mynt á Brask og brall – 250 þúsund kall

Gylfi Gylfa­son, kaupmaður, auglýsti í vikunni rúmt tonn af íslenskri mynt til sölu. Það er Fréttablaðið sem greinir frá þessu en Gylfi segir mikla tekjumöguleika liggja í myntinni.

Gylfi auglýsti myntina á Facebook-hópnum Brask og brall (allt leyfilegt). Verðið á góssinu eru litlar 250 þúsund krónur en myntin verður afhent kaupanda í 24 plastbölum.

„Þetta safn er svo breitt að í því eru til allar árgerðir og ég hef verið að selja alveg heil sett með raunverulega öllu lýðveldinu og jafnvel konungsmyntinni líka. Þessar blöndur seljast á fínu verði,“ segir Gylfi í samtali við Fréttablaðið vegna málsins.

Gylfi segir nokkra aðila hafa sýnt myntinni áhuga. „Ég er í sambandi við nokkra sem eru að bræða þetta með sér og ég finn að það er töluverður áhugi. Menn eru samt svolítið að melta þessa hugmynd enda er fólk ekki vant því að sjá svona,“ sagði Gylfi í samtali við Fréttablaðið.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing