Auglýsing

„Henni verður ekki skrúfað aftur saman“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir ljóst að stjórnin er fallinn og að það sé ekkert um annað að ræða en að verða við beiðni forsætisráðherra um kosningar. Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, rétt áður en hann mætti á fund forsetans á Sóleyjargötu.

RÚV greinir frá.

„Stjórnin er fallin,“ sagði Sigmundur og bætti við: „Og það liggur fyrir að henni verður ekki skrúfað aftur saman og þá þarf að kjósa,“ sagði Sigmundur Davíð í viðtali við RÚV á Sóleyjargötu.

Þá var hann spurður að því hvort stjórnin sæti við stjórnvölinn fram að kosningum en þá svaraði Sigmundur: „Ja, það þarf að finna út úr því hvort þau geti verið saman í herbergi í nokkrar vikur, en það er ekki stjórnarandstöðunnar að velta því fyrir sér.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing