Sólin er byrjuð að skína í Reykjavík. Af hverju? Spyrðu. Jú, kannski er ástæðuna finna hér fyrir neðan.
Eftir að fréttir bárust af því að það hafði rignt á hverjum einasta degi í maí birti plötusnúðurinn Jói B færslu á Twitter þar sem hann sagði að það eina sem gæti losað okkur undan þessum veðurálögum væri að Högni Egilsson myndi flytja eigin útgáfu af ofursmellinum Toto með Africa.
Ég held að það eina sem geti losað okkur undan þessum veðurálögum er að ef @hogniegilsson geri cover af Africa með Toto
— Jóhannes Bragi (@joibjarna) May 30, 2018
Högni svaraði kallinu og það liðu kannski fimm mínútur þangað til sólin braust fram fyrir skýin og byrjaði að skína á höfuðborgarbúa.
Hlustaðu á sólina koma upp hér fyrir neðan
— Hogni Egilsson (@hogniegilsson) May 30, 2018