Auglýsing

Hrafn liggur á hreiðri á Byko á Selfossi, hægt að fylgjast með öllu í beinni

Búið er að koma fyrir vefmyndavél fyrir ofan laup, eða hreiður, á húsnæði Byko á Selfossi þar sem hrafn hefur verpt síðustu ár. Hægt verður að fylgjast með hrafninum liggja á eggjunum og vonandi koma upp ungum.

Fjölmiðlamaðurinn Magnús Hlynur Hreiðarsson segir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hann segist hafa nefnt þessa hugmynd sína við forsvarsmenn Byko á Selfossi á síðasta ári og nú sé búið að framkvæma hana. Margir hafa skilið eftir athugasemd við færsluna og taka beinu útsendingunni fagnandi.

Á vef Náttúruminjastofnunar Íslands segir að hrafninn tímasetji varptíma sinn þannig að ungar hans klekjast um það leyti sem flestir fuglar eru á eggjum, þannig að þeir hafi nóg að bíta og brenna meðan þeir eru að vaxa úr grasi.

Hér er hægt að fylgjast með hrafninum í beinni útsendingu. Fyrir þau sem vilja frekar horfa á fimm krúttlega kettlinga og móður þeirra, þá eru þau hér.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing