Holly Madison íhugaði sjálfsvíg þegar hún bjó í Playboy-höllinni. Þetta kemur fram í æviminningum Madison sem koma út í sumar. Holly Madison var á tímabili ein af þremur kærustum Hugh Hefner en saman komu þau fram í sjónvarpsþáttunum Girls of the Playboy Mansion.
Í tilkynningu frá útgefandanum Harper Collins kemur fram að þrátt fyrir lífið í Playboy-höllinni hafi verið ævintýralegt á yfirborðinu þá þurftu Madison og hinar stúlkurnar að fylgja ströngum, kúgandi reglum og stjórnsemi.
Líf Madison varð fljótlega martröð og hún endaði á að íhuga sjálfsvíg eftir að hafa tapað sjálfsvirðingunni að eigin sögn.
Þá kemur fram að Madison sé einlæg í frásögn sinni um lífið í Playboy-höllinni og talar um eiturlyfin, kynlífið, misnotkunina, partíin og auðvitað Hugh Hefner sjálfan.
Áður hefur komið fram að Kendra Wilkinson, sem var ein af þremur kærustum Hefner ásamt Madison og Bridget Marquardt, var aðeins 18 ára þegar hún byrjaði með honum og flutti inn í Playboy-höllina. Hefner var 78 ára á þeim tíma.
Wilkinson hefur viðurkennt að vera ávallt drukkin eða undir áhrifum eiturlyfja þegar hún stundaði kynlíf með honum.