Auglýsing

IKEA-geitin brann til kaldra kola í nótt, tveir í haldi lögreglu vegna málsins

Kveikt var í jóla­geit­inni við IKEA við Kaup­tún í Garðabæ í nótt. Að sögn varðstjóra í slökkviliði höfuðborg­ar­svæðis­ins var til­kynnt um íkveikj­una um fjög­ur­leytið og brann geit­in nán­ast til kaldra kola.

mbl.is greinir frá málinu.

Sjá einnig: Myndband: Skemmdarvargar reyndu að kveikja í IKEA-geitinni en kveiktu næstum í sjálfum sér

Tveir skemmdarvargar reyndu að kveikja í jólageitinni í síðustu viku. Þeir höfðu ekki erindi sem erfiði heldur voru þeir nær því að kveikja í sjálfum sér. Til stóð að stórefla öryggisgæslu vegna atviksins.

Í frétt mbl.is segir einnig að sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu hafi sést til mannanna sem grunaðir er um að hafa kveikt í geitinni í nótt yfirvega vettvanginn í bíl.

Lög­regl­an stöðvaði bif­reiðina skömmu síðar og hand­tók þrjá. Tveir þeirra eru vistaðir í fanga­geymslu fyr­ir rann­sókn máls­ins.

Geitinni var komið fyrir 14. október sl.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing