Paul Pogba var í gærkvöldi kynntur til sögunnar sem leikmaður Manchester United. Pogba kom frá Juventus og Manchester United greiddi fyrir hann um 89 milljón pund. Hann er því dýrasti fótboltamaður sögunnar.
Í gærkvöldi fór fram mikil herferð á samfélagsmiðlum til að segja fréttirnar. Á meðal þess sem var birt var sérstakt lag þar sem rapparinn Stormzy setur sig í spor Pogba og lætur yfirlýsingar á borð við: „I’m the one they all fear/I was the man of the last year.“
Ísland virðist einnig fá óvænt á baukinn í laginu. „Shut down Iceland“ rappar Stormzy og margir (meðal annars Nútíminn) gáfu sér að þarna væri verið að vísa í mark Paul Pogba á 19. mínútu gegn Íslandi á EM í Frakklandi í sumar.
Uppfært: Nútíminn hefur fengið góðar ábendingar um að hér sé verið að vísa í þegar Stormzy mætti á Secret Solstice á síðasta ári. Hann segir á undan „shut down Malia“ þar sem hann kom einnig fram einnig seinasta sumar. Við ætlum samt að taka þessu sem skoti á okkur!
Hér má sjá umrætt lag og dansspor dýrasta fótboltamanns heims
PogBOOM is coming to Old Trafford.@paulpogba: Welcome home to @ManUtd.#FirstNeverFollowshttps://t.co/UKrEgp7Mcy
— adidasfootball (@adidasfootball) August 8, 2016
Við fengum þó að vera með.