Fréttablaðið og DV fullyrtu í fréttum í dag að Jón Gnarr hefði hringt í símatíma á Útvarpi Sögu í morgun og rætt við Pétur Gunnlaugsson með rödd eldri konu. Jón segir hins vegar á Twitter að konan sem hringdi inn nái sér ótrúlega vel og staðfestir þar með að hann hafi ekki komið nálægt símtalinu.
þetta er ótrúlega fyndið. þessi kona nær mér alveg ótrúlega vel https://t.co/PmupLnbF2r
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) March 8, 2018
Konan hringdi inn um klukkan 11 í morgun og kynnti sig sem Elísu. Hlustaðu á símtalið hér fyrir ofan í upptöku frá vef DV. Glöggir aðdáendur Jóns Gnarr efuðust þó margir að þetta væri hann en fáir eru fyndnari en Jón þegar hann bregður sér í gervi kvenna.
Elísa sagðist ekkert skilja í neikvæðninni og endalausum kvörtunum innhringjenda, meðal annars yfir kröppum kjörum sínum og sagðist sjálf fara létt með að lífa á ellilífeyri sínum.
Þegar símtalinu var lokið fullyrti Arnþrúður Karlsdóttir í beinni útsendingu að innhringjandinn jákvæði hafi verið Jón Gnarr. Fréttablaðið og DV fluttu svo fréttir um málið og efuðust ekki að um Jón var að ræða.
En nú er stóra spurningin: Hver er Elísa?