Sex stjórnendur FIFA voru handteknir í síðustu viku og eru sakaðir um að hafa þegið tugi milljóna Bandaríkjadala í mútur undanfarna áratugi.
Um tvær rannsóknir er að ræða. Önnur tengist áratuga löngu fjársvikamáli en hin mútugreiðslum í tengslum við ákvörðun um að halda HM í knattspyrnu í Rússlandi 2018 og Katar 2022.
Sjá einnig: Örskýring um FIFA-málið
John Oliver hreinlega hakkaði FIFA í sig í þætti sínum, Last Week Tonight, í gærkvöldi. Hann rekur málið á sinn einstaka hátt og varpar á það nýju ljósi.
Loks segist hann vera tilbúinn að ganga ansi langt ef Sepp Blatter, sem var kjörinn forseti FIFA í fimmta skipti í röð á föstudag, verður látinn fara.
Þetta er stórkostlegt. Horfið hér fyrir neðan.