Tveir menn klæddir eins og lögregluþjónar ógnuðu Kim Kardashian með byssu og rændu af henni skartgripum að verðmæti hundruð milljóna í nótt. Þetta kemur fram á vef BBC og er staðfest af lögregluyfirvöldum og talsmanni hennar.
Ránið átti sér stað um klukkan þrjú í nótt að staðartíma. Talsmaður Kardashian segir að hún sé ómeidd en í miklu uppnámi. Enginn meiddist í ráninu, samkvæmt lögreglu.
Í frétt BBC kemur fram að mennirnir hafi verið grímuklæddir og vopnaðir byssum. Rapparinn Kanye West, eiginmaður Kim Kardashian, var á sviði í New York þegar hann fékk fréttirnar. Hann stöðvaði tónleikana umsvifalaust.
„Fyrirgefið en ég þarf að stöðva tónleikana. Neyðartilvik í fjölskyldunni,“ sagði hann. Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan.
https://www.youtube.com/watch?v=PxZ6j2MzcQg
Kim dvaldi í lúxusíbúð í miðborg Parísar og hefur dvalið þar áður samkvæmt BBC.
Ránsfengurinn var að mestu leyti skartgripir og eru þeir metnir á milljónir evra, samkvæmt lögreglu. Óvíst er hvort börn Kim og Kayne, hin þriggja ára gamla North og hinn 10 mánaða gamli Saint, hafi verið á staðnum.
Kim er stödd á tískuvikunni í Paris ásamt systrum sínum og móður.