Auglýsing

Krúttlegu kettlingarnir í Kattarshians slá í gegn: „Get ekki hætt að horfa á Kattarshians“

Raunveruleikaþátturinn Keeping Up with the Kattarshians hóf göngu sína á Nútímanum á fimmtudag. Smelltu hér til að horfa en einnig er hægt að horfa á þættina á rás 0 í Sjónvarpi Símans.

Í þættinum fylgjumst við með lífi fjögurra kettlinga í beinni útsendingu en ýmislegt gengur á. Þættirnir hafa slegið í gegn og tugþúsundir hafa þegar horft á þáttinn frá öllum heimshornum á síðustu dögum. Það skal tekið fram að það er eðlilegt fyrir kettlinga að sofa mikið en kettlingarnir okkar eru duglegir að nýta kojurnar sínar.

Sjá einnig: Kettlingarnir í Keeping up with the Kattarshians kynntir til sögunnar

Myllumerkið #kattarshians er notað til að halda utan um umræðuna á Twitter en hún hefur verið ansi lífleg. Fólk hefur meira að segja áhyggjur af framleiðni í íslensku atvinnulífi enda hægt að fylgjast með kettlingunum klukkustundum saman.

Kettlingarnir eru líka komnir með eigin síðu á Facebook sem fólk getur lækað ef það vill ekki missa af neinu. Við hvetjum ykkur til að læka

Verkefnið er unnið í samvinnu við Kattavinafélag Íslands, með fullri vitneskju og samþykki Matvælastofnunar, dýraeftirlitsmanns suðvesturumdæmis og dýralæknis gæludýra og dýravelferðar.

Kettlingarnir Guðni, Stubbur, Bríet og Ronja eru níu vikna. Þau fundust í húsi í verksmiðjuhverfi ásamt mömmu sinni. Þeim var öllum komið í Kattholt þar sem hlúð var að þeim. Eftir að hafa dvalið þar, vaxið og dafnað, fluttu systkinin í húsið þar sem hægt er að fylgjast með þeim.

Umræðan á Twitter hefur verið ansi skemmtileg

Og góðar hugmyndir hafa komið fram

Guðni hefur vakið athygli. Já, hann er nefndur í höfuðið á forsetanum

Ætli þetta virki?

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing