Auglýsing

Lægðin breytti IKEA í KEA

Lægðin tók og lægðin gaf. Því fékk stórverslun IKEA að kynnast í dag.

Sjá einnig: Lægð númer 39 kveður og lægð númer 40 á leiðinni

Ýmislegt fór á flug í veðurofsanum í morgun og á meðal þess sem fór af stað var I-ið í IKEA í Kauptúni í Garðabæ. Eftir stóð bara KEA þannig að það mætti segja að lægðin hafi breytt IKEA í KEA.

KEA á sér langa sögu en er í dag fjárfestingafélag á Akureyri. IKEA kom til landsins árið 1981 en Akureyringar eru eflaust ánægðir með þessa nýlendu sína á höfuðborgarsvæðinu eftir að hafa misst hamborgarann sem kallast Akureyringur í hendur Húsvíkinga í vikunni.

Náði lægðin þér líka? Sendu okkur myndir og myndbönd á frettir@nutiminn.is

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing