Auglýsing

Langtímaveðurspáin sem grætti þjóðina var gabb: „Átti bara að vera smá grín“

Hræðileg langtímaveðurspá fyrir Reykjavík sem gekk manna á milli á samfélagsmiðlum um helgina var gabb. Ingþór Ingólfsson, sem setti myndina saman, segir í samtali við Mbl.is að um létt spaug hafi verið að ræða en hann útbjó spánna í myndvinnsluforritinu Photoshop.

Hér má sjá umrædda spá

„Þetta átti bara að vera smá grín. Þetta sýnir vel hvað sumt á ekki að vera neitt getur farið um allt netið,“ segir Ingþór í samtali við mbl.is. Spá Ingþórs náði út júlí og sýndi að aðeins væri von á tveimur góðum sólardögum á tímabilinu.

Grínið gekk það langt að Veðurstofa íslands þurfti að svara fyrir spá Ingþórs í frétt í Morgunblaðinu um helgina. Þar sagði Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands að útilokað væri að stóla á spár sem þessar.

Ingþór velti því upp í samtali við mbl.is hvort hann ætti að biðjast afsökunar á gríninu. „Ég veit ekki hvort ég eigi að biðja Veðurstofuna afsökunar á að þurfa að svara fyrir þetta rugl,“ segir hann.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing