Árum saman hafa kettirnir okkar öfundað okkur af öllum raunveruleikaþáttunum sem við höfum legið yfir. Það er drama, það er ástarsorg, það er gleði en þeir tengja bara ekki við það eins og við.
Nú þeirra tími kominn, nú hafa þeir Keeping Up With the Kattarshians! Hér er hægt að fylgjast með kettlingunum í beinni.
Kettirnir skilja af hverju Guðni heldur sig stundum afsíðis, þeir vita af hverju Bríet var að bregða Stubbi. Þeir eru líka með það alveg á hreinu af hverju sumir þeirra kúra alltaf saman í efri koju en aðrir vilja bara sofa í baðkarinu.
Mannfólkið hefur verið duglegt við að deila myndum af köttunum sínum á Twitter sem horfa fullir aðdáunar. Nútíminn tók saman nokkrar.
Ekki trufla mig, það er drama í gangi!
Hér er fylgst vel með #Kattarshians ? pic.twitter.com/Vwo50O58EH
— Harpa (@harpathor) February 11, 2017
Skal bara bíða þangað til kettlingarnir vakna #kattarshians pic.twitter.com/zIfkOb49MC
— Anna Guðbjörg (@annagudbjorg) February 10, 2017
Það getur tekið smá tíma að aðlagast
#kattarshians það tók ekki nema 5 daga en Millý var loksins að tengja. pic.twitter.com/TxfZKVIcZw
— Erna Kristín (@ernakrkr) February 14, 2017
Ert þú bróðir minn?
I see you low key watching the #kattarshians pic.twitter.com/dDEcZZ3Pl0
— Anna Guðbjörg (@annagudbjorg) February 10, 2017
Hvar ert þú? Halló!?!
Kisi leitar að #kattarshians pic.twitter.com/8JOmnpdo82
— Ásþór Sævar Scheving Ásþórsson (@asthor_s) February 10, 2017
Stundum snýst leikurinn við!
Hjá mér er þetta öfugt. Kötturinn horfir á mig inni í húsinu mínu #kattarshians pic.twitter.com/Hngx0C10TB
— Lára Halla Sigurðardóttir (@larahalla) February 10, 2017