Kalla þurfti til lögreglu í nótt vegna karlmanns sem beraði sig fyrir framan konu á stúdentagörðum í miðbæ Reykjavíkur og bað hana um að fróa sér. Maðurinn lá úti í horni, strauk sér og bað konuna um að „hjálpa sér“.
Þetta kemur fram í frétt mbl.is en unga kona, sem býr á stúdentagörðunum, segir frá þessu í lokuðum Facebook-hópi.
mbl.is segist hafa heimildir fyrir því að maðurinn hafi valdið íbúum stúdentagarðanna ónæði í nokkrar vikur. Hann hefur meðal annars brotist inn í eina íbúðina og ítrekað vakið íbúa á nóttunni með því að hringja dyrabjöllunum í von um að honum verði hleypt inn.
Sumir íbúanna óttast það að mæta manninum í stigaganginum hjá sér seint að nóttu til, líkt og kemur fram í frétt mbl.is.