Auglýsing

Maður látinn eftir líkamsárás í Mosfellsdal: Sex manns í haldi lögreglu, málið sagt tengjast handrukkun

Einn maður er látinn eftir líkamsárás við bæinn Æsustaði í Mosfellsdal í kvöld. Sex manns hafa verið handteknir vegna málsins, fimm karlmenn og ein kona, sem sagt er tengjast handrukkun. Þetta kemur fram á vef RÚV. Hinn látni var á fertugsaldri og var úrskurðaður látinn á Landspítalanum í Fossvogi, líkt og kemur fram á mbl.is.

Íbúi á Æsustöðum varð vitni að árásinni, líkt og kemur fram í frétt RÚV. Hann kaus aftur á móti að tjá sig ekki um málið þar sem lögregla hafði beðið hann um að gera það ekki.

Sérsveit ríkislögreglustjóra ásamt lögreglu, slökkviliði og sjúkraflutningamönnum voru kallaðir á vettvang. Í frétt Vísis um málið kemur fram að tæknideild lögreglunnar sé enn að störfum.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing