Druslugangan var gengin í áttunda skipti í dag. Gangan í Reykjavík hófst frá Hallgrímskirkju klukkan tvö í dag og endað var á Austurvelli þar sem fóru fram ræðuhöld og tónlistaratriði. Einnig var gengið á Akureyri og Borgarfirði eystra þar sem Bræðslan fer nú fram.
Ekkert þema var í göngunni í ár heldur var áhersla lögð á að ofbeldi sé allskonar mismunandi og marglaga. Þá var lagt áherslu á að allir þjóðfélagshópar væru velkomnir. Tilgangur göngunnar er að valdefla þolendur kynferðisofbeldis og að skila skömminni. Fjöldi fólks mætti þrátt fyrir rigningu í Reykjavík og á Akureyri.
Stella Briem, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar, var hæstánægð með gönguna og segir hafa gengið alveg yndislega í samtali við mbl.is.
„Núna erum við bara að hlusta á tónlist á Austurvelli í grenjandi rigningu, öll saman að styðja hvert annað. Það er bara yndislegt,“ segir Stella.
Hér að neðan má sjá það helsta úr umræðunni um Druslugönguna af Twitter í dag
Stoltur af því að búa í borg þar sem fólk flykkist út á göturnar og segir nei við ofbeldi og skilar skömminni. Og, já, ég er drusla! #druslugangan pic.twitter.com/hqrBeO4Q7R
— Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) July 28, 2018
Er kaldhæðnislega að missa af druslugöngunni því að ég var of upptekin við að vera drusla
— Bríet af Örk (@thvengur) July 28, 2018
Er svo þakklátur að Druslugangan sé til.
Svo mikilvæg— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) July 27, 2018
Eru þið klár? #druslagangur Kvenna af erlendum uppruna eru með í ár pic.twitter.com/qKROKGilKX
— Nichole Leigh Mosty (@nicholeleigh19) July 28, 2018
Kæri steggur sem gekk í Druslugöngunni í dag: Það er aldrei of seint að skipta um vinahóp.
— Margrét Erla Maack (@mokkilitli) July 28, 2018
Mikið er gott að eiga borgarstjóra sem mætir á Druslugönguna.
— Hildur Hjörvar (@hhjorvar) July 28, 2018
Táraðist á Austurvelli. Druslugangan er gríðarlega nauðsynlegt framtak.
— Erlingur Sigvaldason (@ellivithit) July 28, 2018
Flottasta skiltið í druslugöngunni.#egerdrusla pic.twitter.com/VoLmghXWkz
— Alexandra Briem (@OfurAlex) July 28, 2018
komin heim, raddlaus, ísköld og meyr. byrjaði að hágráta upp úr þurru, eftir að hafa haldið andliti í allan dag. elsku druslur, þið eruð svo sterkar, ég dáist að ykkur og elska ❤️
— karitas m. b. (@kaerleikurinn) July 28, 2018
Þessi rigning er svo hreinsandi, losandi og fullkomin akkúrat núna. Takk fyrir daginn elsku druslur. Sjáumst aftur að ári ♥️✊
— Helga Lind Mar (@helgalindmar) July 28, 2018