Auglýsing

Nemendur í HR vilja nota fylgju sauðkindar í andlitskrem, fylgjunum er venjulega fargað

Nemendur í Háskólanum í Reykjavík vilja koma andlitskremi á markað sem inniheldur meðal annars efni sem unnin eru úr fylgju kinda. Lömb nærast líkt og börn með hjálp nafnastrengs og fylgju á meðan þau eru enn í leginu og er fylgjunum venjulega fargað eftir þau koma í heiminn. Verði framleiðsla kremsins að veruleika þarf að frysta fylgjurnar þangað til að þær verða notaðar við framleiðsluna. Þetta kemur fram á mbl.is.

Guðrún Edda Þórðardóttir, nemi í heilbrigðisverkfræði og ein nemendanna, segir í samtali við mbl.is að fylgjukrem séu rík af kollageni, andoxunarefnum og hamli öramyndun. Þá vinni þau gegn öldrun húðarinnar og séu góð gegn rósroða. Tekur Guðrún einnig dæmi um að stjörnur á borð við Kim Kardashian hafi ýmist borðað sínar fylgjur eða smurt þeim á andlitið í kremformi.

Hugmyndin kom upp í áfanga í nýsköpun og stofnun fyrirtækja. Besta hugmyndin fær verðlaun og keppa rúmlega sextíu lið í ár. HR hefur þegar valið þrjár áhugaverðustu hugmyndirnar og er fylgjukremið eitt af þeim.

Mörg dæmi eru um að ljósmæður hafi orðið við beiðni nýbakaðra mæðra sem hafa viljað taka fylgjuna með sér heim af fæðingardeildinni. Þetta tíðkast þó að óheimilt sé samkvæmt reglugerð að fjarlægja líkamshluta eða vefi af spítalanum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing