Sjónvarpsþáttaserían House of Cards sem framleidd hefur verið af streymisveitunni Netflix frá árinu 2013 verður hætt. Sjötta serían sem frumsýnd verður á næsta ári verður því sú síðasta í röðinni. Bandaríski miðillinn Variety greinir frá þessu.
Þessar fréttir koma í kjölfar ásakana á hendur aðalleikara þáttanna, Kevin Spacey, um kynferðisofbledi gegn leikaranum Anthony Rapp árið 1986 sem þá var aðeins 14 ára gamall og var að stíga sín fyrstu skref í leiklist.
Sjá einnig: Kevin Spacey opinberar samkynhneigð sína í kjölfar ásakana um áreitni
Eins og við greindum frá í gær sendi Spacey leikaranum Anthony Rapp afsökunarbeiðni á Twitter þar sem hann greindi jafnframt frá því að hann væri samkynhneigður. En hann hefur verið gagnrýndur fyrir að beina athygli frá ásökunum Rapp með því að tilkynna um samkynhneigð sína.