Auglýsing

Nýr ritstjóri DV: Stefnan breytist ekki

Fjölmiðlamaðurinn Hallgrímur Thorsteinsson, umsjónarmaður útvarpsþáttarins Vikuloka á RÚV, hefur verið ráðinn ritstjóri DV. Reynir Traustason hefur verið leystur undan starfsskyldum sem ritstjóri.

Hall­grím­ur seg­ir í samtali við Mbl.is að rit­stjórn­ar­stefnan breytist ekki.

Ég sé ekki að stefn­an muni breyt­ast. Það get­ur orðið blæ­brigðamun­ur, en það verður það alltaf þegar nýir stjórn­end­ur taka við, en stefna blaðsins er óbreytt. Það er fás­inna fyr­ir fólk sem ætl­ar að reka DV áfram að fara að búa til ein­hverja aðra stefnu úr miðlin­um en er. Það er eins og að breyta spít­t­kerru í dúkku­vagn.

Í tilkynningu til fjölmiðla sagði Þorsteinn Guðnason, stjórnarformaður DV ehf., að til standi að efla og styrkja félagið. „DV er fjölmiðill sem er mikilvægur fyrir íslenskt samfélag. Blaðið hefur lagt stund á rannsóknarblaðamennsku og er það ætlun nýrrar stjórnar að halda áfram á þeirri braut. Slík blaðamennska gerir miklar kröfur til þeirra sem hana stunda og um leið þarf að vera hafið yfir allan vafa að ritstjórnin sé sjálfstæð og öllum óháð,“ segir hann.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing