Sjálfstæðisflokkurinn birti tíst á Twitter í gær sem vakti umsvifalaust mikla athygli. Í tístinu er fullyrt að Ísland sé „öruggasta þjóð í heimi“ og spurt hvort það þurfi að umbylta samfélaginu.
Ísland er öruggasta þjóð í heimi. Þurfum við að umbylta þjóðfélaginu? #kosningar
— Sjálfstæðisflokkur (@sjalfstaedis) October 22, 2017
Tístið vakti umsvifalaust talsvera athygli og margir spurðu flokkinn út í þessa fullyrðingu
Um að gera að keyra þetta áfram á hræðsluáróðri án nánari útskýringa eða haldbærra raka. Classy. Hvað meinið þið annars með umbyltingu?
— Lilja K. Jónsdóttir (@liljakrj) October 22, 2017
CPI segir að 14 lönd séu með minni pólitíska spillingu en Ísland. Fullt af rými fyrir umbætur, meira gagnsæi, virðingu og heiðarleika✌????
— Kristbjörg Una (@Kristbjorg_Una) October 22, 2017
Sjálfstæðisflokkurinn hefur oft mælst hærri í könnunum og hér spyr einn hvort flokkurinn sé hreinlega að reyna að tapa kosningunum
Eru þið að reyna að tapa þessum kosningum?
— Sigursteinn Sigurðz (@gjafi_sigur) October 23, 2017
Píratar ákváðu svo að svara Sjálfstæðisflokknum með ákveðnum leiðréttingum og láta svo hljóðnemann falla úr lófa sínum
Íslendingar eru þjóð. Ísland er land. Fyrir utan hvað allt annað í þessu tvíti ykkar er vandræðalegt.
— Píratar – xP (@PiratePartyIS) October 22, 2017
Við bíðum eftir svari frá Sjálfstæðisflokknum.