Píratar hafa rætt um að setja upp sérstök kosninga-Pokéstop til að laða ungt fólk á kjörstað í Alþingiskosningunum í haust. Þetta kemur fram á Kjarnanum.
Sannkallað Pokémon-æði er á Íslandi og úti um allan heim. Símaleikurinn Pokémon Go nýtur gríðarlegra vinsælda og hvert sem maður lítur sér Pokémon-þjálfara stunda veiðar.
Sjá einnig: Við fórum út að njósna um Pokémon-þjálfara og gripum fáránlega marga, sjáðu myndbandið
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, og fleiri samflokksmenn hennar hafa rætt hugmyndina um að láta útbúa sérstök Pokéstop á kjörstöðum í haust. „[Það] væri frábært ef flokkarnir kæmu sér saman um að borga fyrir svona tálbeitur til að lokka ungt fólk á kjörstað,“ segir hún í samtali við Kjarnann.
Það gætu verið Pokestops inni á kjörstöðum og ég held að þetta gæti verið sniðug leið til að fá ungt fólk til að taka þátt í lýðræðinu sínu.
Kosningaþátttaka ungs fólks hefur minnkað undanfarin ár og Kjarninn greinir frá því að einungis helmingur fólks á aldrinum 18 til 29 ára í síðustu sveitarstjórnarkosninum árið 2014.
Óvíst er hvenær kosningarnar verða en heimildir Nútímans herma að annað hvort 22. eða 29. október komi helst til greina.