Auglýsing

Ráðist á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands

Fyrr í dag lá heimasíða Knattspyrnusambands Íslands niðri um tíma. Klara Bjartmarz, fram­kvæmd­ar­stjóri KSÍ segir að ekki sé hægt að segja nákvæmlega hvers vegna en að nokkuð ljóst sé að um tölvu­árás utan úr heimi sé að ræða. Þetta kemur fram á vef mbl.

Sjá einnig: Tyrkneskir tölvuþrjótar taka ábyrgð á netárásinni sem Isavia varð fyrir

Töluvert hefur verið um netárárásir á Íslandi síðustu tvo daga eftir að komu tyrkneska karlalandsliðsins í knattspyrnu til landsins. Tyrkir voru reiðir yfir móttökunum á Íslandi. 

Klara Bjart­marz gat ekki staðfest í samtali við mbl hvaðan árás­in á heimasíðu KSÍ var gerð en segir að fólk innan sambandsins sé nú ein­ung­is með hug­ann við leik­inn í kvöld.

Heimasíða Isavia varð fyrir árásum frá tyrkneska hakkarahópnum Anka Neferler Tim, í gær og þá lá vefur sunnlenska.is einnig niðri í gær vegna tölvuárása.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing