Veggspjald sem á stendur „It‘s OK to be white“, eða „Það er í lagi að vera hvítur,“ hefur verið hengt á ruslafötu í Vesturbæ Reykjavíkur. Hekla E. Aðalsteinsdóttir Twitter-notandi vakti athygli á málinu á Twitter síðu sinni í dag.
Getur einhver útskýrt þennan gjörning fyrir mér? pic.twitter.com/JKWmZE5tqq
— Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir (@HeklaElisabet) October 31, 2018
Í frétt DV.is um málið kemur fram að slagorðið eigi rætur sínar að rekja til herferðar nýnasista á spjallsíðunni 4chan. Þá hefur slagorðið „Það er í lagi að vera hvítur“ verið notað af rasistasamtökum á borð við Ku Klux Klan.
Veggspjöld af þessari gerð hafa verið hengd upp á götum úti í Bandaríkjunum, Bretlandi, Ástralíu og víðar, að því er fram kemur í frétt DV.