Auglýsing

Friðrik segir eðlilegt að hljómsveitin The xx sé ekki komin með leyfi til að halda hátíðina við Skógafoss

Friðrik Ólafsson, einn skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar Night + Day sem stendur til að halda við Skógafoss helgina 14. til 16. júlí segir eðlilegt að ekki séu öll leyfi komin fyrir hátíðinni á þessum tímapunkti. Sala miða á hátíðina á að hefjast á morgun, föstudag.

Sjá einnig: Hljómsveitin The xx er ekki komin með leyfi til að halda tónlistarhátíðina við Skógafoss

Nútíminn sagði frá því í gær að hljómsveitin The xx stæði fyrir tónlistarhátíðinni. Seinna kom í ljós að ekki hefur fengist leyfi frá yfirvöldum hér á landi til að halda hátíðina við Skógafoss.

Í frétt mbl.is kemur fram að óskað hefði verið eftir því við héraðsnefnd að tónleikagestir fengju að nota tjaldstæðið við Skógafoss og aðstöðuna sem er þar á svæðinu. Umsókninni var hafnað. Tónlistarhátíðin verður haldin í landi Drangshlíðarfoss sem er jörð í einkaeigu við Skógafoss. Friðrik bendir á, í samtali við mbl.is, að ef tónleikagestir geti ekki nýtt tjaldstæðið við Skógafoss verði fundnar aðrar lausnir. Hann segir jafnframt að tónlistarhátíðin muni ekki hindra aðgang ferðamanna að Skógafoss.

Ásamt sveitinni The xx átti fjöldi annarra listamanna að koma fram á hátíðinni, þar á meðal Mr. Silla, Kamasi Washinton, Högni, Earl Sweatshirt, Robyn og Mr. Tophat og Call Super.

Hljómsveitin greindi frá þessu á Facebook en aðdáendur hennar höfðu beðið spenntir eftir fréttum eftir að myndskeið af Skógarfossi var birt á síðunni í gær. Miðinn fyrir helgina átti að kosta 169 evrur, eða tæplega 20 þúsund íslenskar krónur. Fyrir það fá gestir aðgang að tónleikasvæðinu og gistingu á tjaldstæðinu.

Í færslunni segir að hljómsveitarmeðlimir The xx hafi fallið fyrir Íslandi þegar þau voru þar fyrir nokkrum árum og nú geti þau ekki beðið eftir að snúa aftur.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing