Auglýsing

Settu 85 milljónir inn í DV ehf.

Þorsteinn Guðnason, stjórnarformaður og starfandi framkvæmdastjóri DV ehf., segir að hann og viðskiptafélagar hans hafi samtals sett 85 milljónir króna í DV. Þetta kemur fram á upptöku á starfsmannafundi DV sem Kjarninn hefur undir höndum og hefur birt fréttir úr undanfarna daga.

Á upptökunni heyrist Þorsteinn segja við starfsfólkið:

Við erum búnir að setja, ég og mínir félagar og hluthafar erum búnir að setja inn í þetta tugi milljóna. 85 milljónir samtals.“ Þetta kemur fram á upptöku af fundinum sem Kjarninn hefur undir höndum.

Smelltu hér til að lesa frétt Kjarnans og hlusta á upptökuna.

Ýmislegt hefur gengið á á DV undanfarið. Nú síðast hætti Jón Trausti Reynisson sem framkvæmdastjóri, eins og Nútíminn greindi frá í gær.

Nútíminn hefur fjallað um átökin sem hafa geisað um eignarhaldið á blaðinu en þeim lauk í síðustu viku. Þá tóku við læti á ritstjórninni sem enduðu með því að Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir aðstoðarritstjóri hætti á blaðinu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing