Auglýsing

Sóknarprestur sem áreitti konur kynferðislega kallaður „Óli sleikur“

Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, á að baki langa sögu meintrar kynferðisáreitni. Úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar hefur fallist á að hann hafi brotið af sér í starfi. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Fréttablaðið birtir lýsingar fimm kvenna á áreitni séra Ólafs. Í fréttinni kemur einnig fram að í minnisblöðum Agnesar M. Sigurðardóttur biskups komi fram að hún hafi talað við aðra konu sem hafi lýst sams konar reynslu og konurnar fimm. Hún ætlar ekki að kæra séra Ólaf til fagráðs.

Fréttablaðið vísar í að á fundi úrskurðarnefndar 4. október í fyrra hafi ein af konunum fimm sagst hafa heyrt talað um háttsemi séra Ólafs og að hann hafi verið kallaður „Óli sleikur“.

Í frétt Fréttablaðsins kemur einnig fram að séra Ólafur hafi ruglað saman brotaþolum. Samkvæmt gögnum málsins hefur hann brotið gegn tveimur konum sem heita „Elín“ og ruglaði hann þeim saman á fundi biskups í apríl í fyrra.

Í Fréttablaðinu er vitnað í lýsingar kvennana fimm. Þar kemur meðal annars fram að séra Ólafur hafi sleikt báðar kinnarnar á einni á meðan hann hélt henni fastri, sleikt eyrað á annarri og stungið tungunni upp í þá þriðju. Allar lýsa því hvernig séra Ólafur heldur þeim föstum á meðan hann áreitir þær.

Biskupi er falið að ákveða refsingu séra Ólafs, samkvæmt frétt Fréttablaðsins. Sjálfur hefur hann óskað eftir að fá að sættast við konurnar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing