Fjölmiðlamaðurinn Stefán Rafn Sigurbjörnsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Seðlabankans. Alls sóttu 51 um starfið. Þetta kemur fram á mbl.is.
Stefán mun yfirgefa Stöð 2, Vísi og Bylgjuna í lok sumars og hefja störf hjá Seðlabankanum. Hann segir að það hafi verið mikill lærdómur að starfa á Fréttablaðinu, Vísi, Bylgjunni og Stöð 2 með einhverju færasta fréttafólki landsins.
„Nú verða vistaskipti og ég mun takast á við ný, spennandi og krefjandi verkefni í lok sumars. Mun samt sakna þess að flytja ykkur fréttir af Brexit, Trump og pöndum frá Kína.“