Stöð 2 hefur hætt við framleiðslu á annarri þáttaröð af Kórum Íslands, sem stóð til að sýna í vetur. Þetta kemur fram á mbl.is.
Kórar Íslands voru á dagskrá Stöðvar 2 síðasta vetur en kynnir í þáttunum var söngvarinn Friðrik Dór. Í sumar var tilkynnt að nýir dómarar myndu taka við í annarri þáttaröð og voru Einar Bárðarson, Helga Margrét Marzelíusardóttir og Kristjana Stefánsdóttir voru búin að taka það að sér.
Bryndís Jakobsdóttir og Ari Bragi Kárason voru dómarar í fyrstu þáttaröð ásamt fyrrnefndri Kristjönu. Jóhanna Margrét Gísladóttir, dagskrárstjóri Stöðvar 2, segir í samtali við mbl.is að hætt hafi verið við framleiðsluna vegna dræmrar þátttöku.
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps stóð uppi sem sigurvegari í Kórum Íslands síðasta vetur. Kórarnir Vox, Felix, Gospelkór Jón Vídalíns, Spectrum, Kór Lindakirkju og Karlakórinn Esja kepptu einnig til úrslita.