Auglýsing

The Voice Ísland snýr aftur í október, 80 til 90 hæfileikaríkir söngvarar taka þátt

250 umsóknir og ábendingar bárust fyrir aðra þáttaröð af The Voice Ísland sem hefst í Sjónvarpi Símans í október. Hvorki umsókn né ábending er þó ávísun á þátttöku þar sem framleiðendur þáttanna velja raddirnar sem taka þátt.

Mbl.is greinir frá því að þátt­ur­inn í ár verði nokkuð stærri í sniðum en í fyrra. „Það verða fleiri þættir og fleiri þátttakendur,“ segir Anna Kristín Úlfarsdóttir hjá Sagafilm í samtali við mbl.is.

Tökur hefjast í lok ágúst og 80 til 90 manns verður boðin þátttaka. Í fyrra voru þátttakendur um 60. Salka Sól Ey­feld, Unn­steinn Manú­el Stef­áns­son, Helgi Björns­son og Svala Björg­vins­dótt­ir snúa aftur sem þjálf­ar­ar þátt­ar­ins.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing