Youtube stjarnan McSkillet lét lífið í bílslysi í Kaliforníu í Bandaríkjunum á fimmtudag. McSkillet ók sportbíl sínum á miklum hraða á öfugum vegarhelmingi og lenti á öðrum bíl. Í hinum bílnum voru mæðgur sem eru taldar hafa látist samstundis.
McSkillet sem hét réttu nafni Trevor Heitmann var einn í bílnum en mæðgurnar sem hann ók á voru 43 ára og 12 ára. Heitmann sem var 18 ára er talinn hafa verið á allt að 160 kílómetra hraða á McLaren sportbíl sínum.
Mother and daughter killed in fiery wrong -way crash on the 805 identified https://t.co/RBJFmuyH1o pic.twitter.com/vgJTfvjxmL
— CBS News 8 (@CBS8) August 25, 2018
Heitmann var með yfir 100 milljónir fylgjenda á Youtube en hann var þekktastur fyrir að spila tölvuleikinn Counter Strike.
Í frétt BBC segir að vinir Heitman hafi sagt að hann væri að glíma við andleg veikindi. Þar er einnig sagt frá því að skömmu áður hafi hann keyrt bíl sínum á girðingu við leikskóla en þá hafi engan sakað.
Hann fékk sínar tekjur að mestu með því að selja vörur í gegnum Counter Strike en fréttir herma að framleiðandi Counter Strike hafi hætt öllum viðskiptum við hann fyrir skömmu.
#UPDATE: Former classmates say the 18-year-old driving a high-end sports car in the fatal I-805 pileup Thursday was the popular YouTube personality Trevor "McSkillet" Heitman, though officials have not confirmed his identity.https://t.co/E3UM6n5X00 pic.twitter.com/hCjfiieUie
— FOX 5 San Diego (@fox5sandiego) August 24, 2018