Lögreglan í Greene County, Tennessee, var kölluð út vegna ábendingar um hauslausan mann í innkeyrslu við bílskúr í borginni. Þegar lögreglan kom á staðinn kom fljótlega í ljós að um frábæra hrekkjavökuskreytingu var að ræða. Málið rataði í heimsfréttirnar eftir að lögreglan setti mynd af „líkinu“ á Facebook.
Í frétt BBC um málið segir að lögreglunni hafi borist ábendingu um, „grunsamlegan mann sem lá i innkeyrslu og mikið blóð á bílskúrshurð.“ Lögreglan í Greene County gaf út yfirlýsingu á Facebook þar sem fólk sem ætti leið um götuna var tjáð að þarna væri ekki lík heldur hrekkjavökubúningur. „Ekki hringja í neyðarlínuna, óskið frekar eigandanum til hamingju,“ sagði í tilkynningunni.
Hér að neðan má sjá færslu lögreglunnar
ATTENTION EVERYONE!!! For those of you driving on Chuckey Pike in Greene County: THIS IS A HALLOWEEN DECORATION! Do…
Posted by Greene County TN Sheriff's Department on Miðvikudagur, 20. september 2017